Upprifjun á námsefni grunnskóla

Stærðfræði 193 er upprifjun á námsefni grunnskólans í stærðfræði. Efnið var upphaflega samið fyrir nemendur 10. bekkjar grunnskólans sem voru að undirbúa sig fyrir samræmt próf í stærðfræði. Öllum er frjálst að nýta sér þetta námsefni.

Námsefnið er í formi myndskeiða (video) þar sem horft er á útskýringar kennarans. Inn á milli eru verkefni sem nemandinn þarf að reikna og fara yfir með því að horfa á útreikninga og hlusta á skýringar kennarans á töflu.  Í námsefninu eru einnig „dæmablöð“ sem hægt er að prenta út og spreyta sig á áður en horft er á tilsvarandi myndskeið.

Svava Þorsteinsdóttir, stærðfræðikennari Verzlunarskóla Íslands tók efnið saman.

Verzlunarskóli Íslands veitti öllum aðgang að þessum vef síðustu tvo daga fyrir samræmt stærðfræðipróf vorið 2005. Vefurinn fékk góðar móttökur því alls heimsóttu 11.597 einstaklingar hann þessa tvo daga.

Við þökkum góðar undirtektir og höfum ákveðið að hafa vefinn opinn öllum þeim sem vilja styrkja grunn sinn í stærðfræði.

Nánari upplýsingar gefur fjarnámsstjóri skólans, best er að senda tölvupóst á netfangið fjarnam@verslo.is.

Blog at WordPress.com.

Design a site like this with WordPress.com
Get started